Hoppa yfir valmynd
27. september 2012 Dómsmálaráðuneytið

Tveir nýir hæstaréttardómarar skipaðir

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að skipa þá Benedikt Bogason, dómstjóra og settan hæstaréttardómara, og Helga I. Jónsson, dómstjóra í embætti tveggja hæstaréttardómara frá og með 1. október næstkomandi. Samdóma niðurstaða dómnefndar var sú að þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson væru hæfastir umsækjenda til að hljóta embættin.

Embættin voru auglýst hinn 5. júlí síðastliðinn og bárust sjö umsóknir. Umsækjendur voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor, Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari, Ása Ólafsdóttir, lektor, Benedikt Bogason dómstjóri og settur hæstaréttardómari, Helgi I. Jónsson, dómstjóri, Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, og Ingveldur Þ. Einarsdóttir, héraðsdómari. Aðalheiður Jóhannsdóttir umsókn sína til baka 20 . ágúst og Brynjar Níelsson dró umsókn sína til baka 25. september.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum