Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2008 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs á Máritíus

Sendiherra Íslands gagnvart Máritíus með aðsetur í Nýju Delí, Dr. Gunnar Pálsson, afhenti þann 13. nóvember forseta Máritíus H.E. Sir Anerood Jugnauth, G.C.S.K., K.C.M.G., Q.C. trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Máritíus. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur sendiherra afhendir trúnaðarbréf á eyjunum.

Við athöfnina ræddu forsetinn og sendiherrann um tvíhliða samskipti ríkjanna, m.a. í þróunarmálum, og samstarf í alþjóðamálum, en Ísland hefur stutt smærri eyþróunarríki með margvíslegum hætti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar. Einnig ræddi sendiherra við utanríkisráðherra Máritíus H.E. Dr. Arvin Boolell, um sömu efni.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum