Hoppa yfir valmynd
30. október 2008 Félagsmálaráðuneytið

Skipun í embætti ríkissáttasemjara

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóra Landspítala, til þess að gegna embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára frá 1. nóvember 2008.

Skipað er í embætti ríkissáttasemjara á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938, með síðari breytingum.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira