Hoppa yfir valmynd
22. október 2007 Utanríkisráðuneytið

Háskólafundaröð: Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur

Utanríkisráðherra með háskólarektorum
Utanríkisráðherra með háskólarektorum

 

 

Háskólafundaröð

Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur

Næst á dagskrá:

Ísland á alþjóðavettvangi - skiptum við máli?

 

Málþing í Háskólanum í Reykjavík

Miðvikudaginn 24. október kl. 12:15 - 14:00

Dagskrá

 

Guðni Th. Jóhannesson, sérfræðingur í lagadeild Háskólans í Reykjavík

Skiptum við máli áður fyrr ?

Ísland hefur haft jákvæð áhrif á sviði alþjóðamála í fortíðinni. Án efa eru tækifærin mikil, en þó er nauðsynlegt að gengið sé fram af hógværð og að við sníðum okkur stakk eftir vexti.

 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra

Skiptum við máli í dag?

Ljóst er að Ísland tekur í dag virkari þátt og meiri ábyrgð. Með setu og formennsku í lykilstofnunum, svæðisbundnum og alþjóðlegum, gefst tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á alþjóðavettvangi.

 

Vera Knútsdóttir, háskólanemi og formaður ICEMUN, félags S.þj. á Íslandi

Skiptum við máli í framtíðinni?

Áhugi og þekking ungs fólks á alþjóðamálum og alþjóðaviðskiptum hefur aldrei verið meiri. Þetta fólk lítur á heiminn allan sem sitt athafnasvæði. Það er ekki spurning hvort, heldur hvar og hvernig, áhrifa mun gæta.

 

Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, stjórnar umræðum

Yfirskrift fundarins fellur vel að grundvallarhlutverki HR sem er að auka samkeppnishæfni og lífsgæði með áherslu á alþjóðlega færni á öllum sviðum. Grunnurinn að velgengni íslensks atvinnulífs er aukið sjálfstraust til að sækja fram á alþjóðlegum vettvangi.

 

Allir velkomnir !

 

Nánari upplýsingar um háskólafundaröð

 

Íslensk stjórnvöld efna til fundaraðarinnar í samvinnu við alla háskóla landsins. Efnt er til eins málþings eða fundar mánaðarlega og lýkur fundaröðinni með ráðstefnu vorið 2008.

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum