Hoppa yfir valmynd
16. desember 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Verkefnisstjórn vegna atvinnuleysis einstakra hópa

Hafnarhúsið við Tryggvagötu
Hafnarhúsið við Tryggvagötu

Félagsmálaráðherra og Vinnumálastofnun hafa ákveðið að setja af stað sérstakt átak varðandi langtímaatvinnuleysi og atvinnuleysi ungs fólks. Leitast verður við að greina orsakir atvinnuleysis þessara hópa á einstökum svæðum og setja af stað staðbundin verkefni sem eiga að treysta stöðu viðkomandi hópa á vinnumarkaði, meðal annars með námsframboði við hæfi.

Verkefnið verður unnið í samstarfi Vinnumálastofnunar og sérstakrar verkefnisstjórnar sem í eiga sæti eftirtaldir fulltrúar:

      • Hjálmar Árnason, skipaður af félagsmálaráðherra, formaður,
      • Svala Rún Sigurðardóttir, skipuð af félagsmálaráðherra,
      • Garðar Vilhjálmsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands,
      • Þórir Ólafsson, tiln. af menntamálaráðuneyti,
      • Jón Rúnar Pálsson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins,
      • Karl Sigurðsson, tiln. af Vinnumálastofnun.

Helstu verkefni verða eftirtalin:

      • Að greina atvinnuleysi ungs fólks og langtímaatvinnuleysi, bæði fyrir landið í heild og varðandi einstök svæði og sveitarfélög.
      • Að meta á þeim grundvelli orsakir atvinnuleysis á einstökum stöðum.
      • Ræða leiðir og setja fram tillögur um aðgerðir til þess að vinna á þeim vanda.
      • Að koma á fót sérstökum verkefnum á þeim stöðum þar sem atvinnuleysi er mikið og í ljósi þeirra hugmynda sem verkefnisstjórnin hefur sett fram.
      • Að kanna möguleika á að koma á stuttum námsbrautum sérsniðum fyrir þessa hópa.

Verkefnisstjórn er falið að koma á staðbundnum verkefnum þar sem atvinnuleysi ungs fólks er mikið og/eða langtímaatvinnuleysi er til staðar. Þátttakendur í slíkum staðbundnum verkefnum skulu vera, eftir atvikum:

      • Svæðisvinnumiðlun viðkomandi svæðis
      • Framhaldsskólar og menntastofnanir
      • Miðstöðvar símenntunar á viðkomandi svæði
      • Aðilar vinnumarkaðarins
      • Sveitarfélög
      • O.fl.

Verkefnisstjórn gefur út nánari lýsingar á því að hverju skuli stefnt með hverju verkefni fyrir sig.

Sérstakur starfsmaður á vegum Vinnumálastofnunar vinnur með og fyrir verkefnisstjórn. Vinnumálastofnun á að skila ráðuneytinu skýrslu um framgang verkefnisins 1. september 2004.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var verkefnið kynnt, meðal annars með neðangreindum glærum:

Skjal fyrir Microsft PowerPointUngt fólk og atvinnuleysi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum