Hoppa yfir valmynd
18. september 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samráð um breytingu á tilskipun um ökumenn bifreiða til fólks- og vöruflutninga

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leita samráðs um hugsanlegar breytingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2003/59 um hæfni og þjálfun ökumanna stórra bifreiða til fólks- og vöruflutninga. Þeir sem hafa ábendingar geta komið þeim á framfæri á vef Evrópusambandsins til 25. október næstkomandi.

Mál sem þessi eiga undir EES-samninginn og verði af því að ný löggjöf verði sett er þetta kjörið tækifæri fyrir EFTA-ríkin til að koma að athugasemdum sínum og sjónarmiðum á frumstigi.

Markmiðið með samráðinu er að auðvelda framkvæmdastjórninni að meta hve vel setning tilskipunarinnar hefur náð markmiðum sínum og til hvaða aðgerða ætti að grípa til að ná betri árangri, þ.m.t. að endurskoða tilskipunina þannig að hún eigi betur við núverandi aðstæður og gera hana eins skýra og hægt er.

Nánari upplýsingar um hvernig skal standa að því að koma upplýsingum og athugasemdum á framfæri eru á vefsíðunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira