Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2015 Forsætisráðuneytið

Nýtt efni kynnt til aðstoðar börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi

Verkefnisstjórn vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum kynnti í dag nýtt myndband sem ætlað er til leiðbeiningar börnum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einnig var kynnt nýtt efni fyrir réttarvörslukerfið. Viðstaddar voru ásamt fleirum þær Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, voru viðstaddar kynninguna ásamt Jónu Pálsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðneytinu.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, voru viðstaddar kynninguna ásamt Jónu Pálsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðneytinu.

Jóna Pálsdóttir, jafnréttisráðgjafi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu stýrði kynningunni en einnig tóku til máls Þorbjörg Sveinsdóttir, sérhæfður rannsakandi hjá Barnahúsi, og Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Greindu þær frá því hvernig myndin Leiðin áfram nýtist best. Einnig kynnti Þórhildur Líndal, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni, fræðsluefnið Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Í lokin flutti Eygló Harðardóttir ávarp.

Í framhaldinu urðu umræður þar sem samráðinu var fagnað, sérstaklega því að horft yrði á ofbeldi með heildstæðum hætti og að ráðuneytin myndu hafa forgöngu um þverfaglegt samstarf. Fram kom einnig að leikskólastigið þyrfti athygli svo og að vinna þyrfti að forvörnum og fræðslu gagnvart gerendum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum