Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2015 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 985/2011 um flugvernd. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið [email protected]. til og með 21. janúar næstkomandi.

Í fyrstu grein reglugerðarinnar er lagt til að í stað orðanna „Flugmálastjórn Íslands“ eða „Flugmálastjórn“ komi, í viðeigandi beygingarfalli, orðin „Samgöngustofa“ í kjölfar sameiningar stofnana. Þá er lagt til að brott falli kafli VI í reglugerðinni sem ber heitið Skimun farþega og handfarangurs. Þetta er lagt til þar sem ákvæði evrópskra flugverndarreglugerða um skimun farþega og handfarangurs breytast mjög ört. Þykir því heppilegra að viðkomandi gerðum sé beitt beint í stað þess að taka efnislegar breytingar upp í reglugerð 985/2011.

Þá munu með reglugerðinni öðlast gildi hér á landi ýmsar reglugerðir og ákvarðanir framkvæmdastjórnar ESB varðandi flugvernd með breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans sem nánar er vísað til í reglugerðardrögunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira