Hoppa yfir valmynd
20. október 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnað til stjórnmálasambands

Undirritun stjórnmálasambands við Samóa
Undirritun stjórnmálasambands við Samóa

Þann 15. október sl. var stofnað til stjórnmálasambands milli Íslands og Samóa. Það voru fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Ali´ioaiga Feturi Elisaia, sem undirrituðu yfirlýsingu þar að lútandi.

Samóa er tæpra 180 þúsund manna eyríki í Suður Kyrrahafi, miðja vegu milli Hawaí og Nýja Sjálands. Það hlaut sjálfstæði árið 1962, en Samóar urðu fyrstir pólínesískra þjóða til þess að öðlast sjálfstæði. Landið er að mestu á tveimur eyjum, sem eru samtals aðeins um 1/30 af stærð Íslands. 

Efnahagur Samóa hefur að miklu leyti verið háður erlendri aðstoð, en þar er talsverð harðviðarframleiðsla og úrvinnsla kókosplantna. Aðstæður eru til vatnsaflsvirkjana og þar er ennfremur jarðhiti, því eyjarnar eru virkt eldsvæði, en ekki nytjað sem skyldi. Þá eru þar auðug fiskimið, en þau eru í hættu af völdum rányrkju erlendra fiskveiðiflota. 

Stjórnvöld á Samóa hafa áhuga á samstarfi við íslensk stjórnvöld og fyrirtæki um nýtingu þróun þessara auðlinda.



Undirritun stjórnmálasambands við Samóa
Undirritun stjórnmálasambands við Samóa

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum