Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2004 Innviðaráðuneytið

Niðurstaða Hagfræðistofnunar að tilboði Ryanair verði hafnað

Samgönguráðherra kynnti niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um flug og ferðaþjónustu á Íslandi á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu þann 6.febrúar.

Sturla Böðvarsson og Ragnhildur Hjaltadóttir
Úr þjóðmenningarhúsinu

Samgönguráðuneytið í samstarfi við utanríkisráðuneytið fólu Hagfræðistofnun HÍ að meta tilboð Ryanair um flug hingað til lands en í því fólust ýmsar kröfur um niðurfellingar gjalda. Á móti lofaði Ryanair árlegri fjölgun ferðamanna hingað til lands um 40%.

Það er mat Hagfræðistofnunar að tilboð Ryanair sé ekki aðgengilegt og aðstæður hér á landi leyfi ekki að gera Ryanair hærra undir höfði en öðrum flugfélögum sem hingað fljúga. Hagfræðistofnun telur að ekki sé með nokkrum hætti hægt að taka óskir og loforð Ryanair sem samning af neinu tagi, fjöldi ferðamanna muni að öllum líkindum aukast um 40% innan næstu fimm ára með eða án þátttöku félagsins.

Í skýrslu Hagfræðistofnunar birtist einnig mat á þjóðhagslegum ávinningi ferðaþjónustunnar og er hann metinn töluvert meiri en hingað til hefur verið áætlað.

Niðurstöður Hagfræðistofnunar eru nú til skoðunar í tengslum við endurskoðun laga um loftferðir vegna dóms EFTA dómstólsins. Dómstóllinn kvað upp þann úrskurð að ekki mætti hafa mismunandi farþegaskatta á utanlandsflugi annars vegar og innanlandsflugi hins vegar.

Skýrslan í heild sinni á PDF formi (560KB).

Skýrslan á í heild sinni á Word formi (2,1MB).

Glærur Axel Hall og Ásgeirs Jónssonar frá fundinum.



Hringborðsumræður

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum