Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2006 Innviðaráðuneytið

Mikilvægi þess að nota bílbelti

Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur gefið út „varnaðarskýrslu um bílbeltanotkun“.

Með þessu vill rannsóknarnefndin minna á mikilvægi þess að bílbelti séu alltaf notuð af ökumönnum og farþegum. Dæmi er tekið af árekstri sem varð í innanbæjarakstri árið 2005. Ökumaður annars ökutækisins slasaðist mjög alvarlega, hlaut áverka innvortis í brjóstholi, brot í mjaðmagrind, nefbrot og sár á andliti.

Er það mat rannsóknarnefndarinnar að meiðsli ökumannsins hefðu ekki orðið eins mikil og raun bar vitni hefði hann notað bílbelti. Myndir sem teknar voru af vettvagni slyssins sýna að framrúða og stýri eru brotin, ummerki sem stundum sjást á ökutækjum eftir árekstra þegar bílbelti eru ekki notuð.

Rétt er að taka fram að slysið sem vísað er til gerist í þéttbýli, á götu þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Mikilvægt er að ökumenn og farþegar noti ávallt bílbelti. Hið sama gildir um börn og öryggisbúnað þeirra.

Skýrsluna má finna á vef Rannsóknarnefndar umferðarslysa - www.rnu.is.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum