Hoppa yfir valmynd
13. maí 2011 Innviðaráðuneytið

Samkomulag milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms

Undirritað var í dag samkomulag milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.

Samkomulag ef eflingu tónlistarnáms undirritað.
Samkomulag undirritað í tónlistarhúsinu Hörpu.

Samkomulagið felur í sér að ríkissjóður veitir árlega framlag, alls 480 m.kr., vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbinda sveitarfélög sig til að taka yfir ný verkefni frá ríki sem nemur 230 m.kr. Aukning á fjárframlögum til málaflokksins nemur því 250 m.kr. Viðræðunefnd á vegum ríkis og sveitarfélaga mun vinna að samkomulagi um tilfærslu verkefnanna og er stefnt að því að nefndin ljúki störfum fyrir 1. júlí næstkomandi.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum