Hoppa yfir valmynd
23. mars 2006 Forsætisráðuneytið

Úthlutun styrkja til verkefna á sviði mannréttindamála

Dómsmálaráðherra hefur úthlutað 8 milljónum króna í styrki til verkefna á sviði mannréttindamála. Hæsta styrkinn hlaut Mannréttindaskrifstofa Íslands, alls 4,6 milljónir króna, og næst hæsti styrkur rann til Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, 1,5 milljónir króna.

Fréttatilkynning
14/2006

Dómsmálaráðherra hefur úthlutað 8 milljónum króna í styrki til verkefna á sviði mannréttindamála. Hæsta styrkinn hlaut Mannréttindaskrifstofa Íslands, alls 4,6 milljónir króna, og næst hæsti styrkur rann til Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, 1,5 milljónir króna.

Úthlutanir dómsmálaráðherra voru þessar:

Mannréttindaskrifstofa Íslands, 4,6 milljónir króna til eftirfarandi verkefna:

  • Rannsóknarverkefnis í íslenskum rétti og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, 1,6 milljónir kr.
  • Útgáfu kennsluefnis um mannréttindi, 1,1 milljón króna.
  • Ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar, 840 þúsund kr.
  • Málþings og málstofa, 650 þúsund kr.
  • Uppbyggingar sérhæfðs bókasafns, 550 þúsund kr.
  • Þátttöku í alþjóðlegu mannréttindastarfi, 400 þúsund kr.
  • Námskeiðs um mannréttindi fyrir almenning og faghópa, 110 þúsund kr.

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, 1,5 milljónir króna til eftirfarandi verkefna:

  • Útgáfu reifana dóma mannréttindadómstóls Evrópu, 1350 þúsund kr.
  • Rannsóknar á sviði mannréttindamála, 150 þúsund kr.

Félag heyrnarlausra, 300 þúsund krónur til verkefnisins:

  • Rannsóknar á málefnum heyrnarlausra varðandi aðgengi og tjáningarfrelsi og rétti heyrnarlausra vegna táknmálstúlkunar.

Heimili og skóli, 300 þúsund krónur til verkefnisins:

  • Fræðslu og gerðar bæklings á ýmsum tungumálum fyrir nýja Íslendinga.

Félag guðfræðinema, 400 þúsund krónur til verkefnisins:

  • Útgáfu og ráðstefnuhalds um mannréttindi út frá kristinni sið- og trúfræði.

Island-Panorama, 500 þúsund krónur til verkefnisins:

  • Fræðslu- og ráðgjafarverkefnis gegn útlendingafælni og útlendingahatri.

Ungmennafélag Íslands, 300 þúsund krónur til verkefnisins:

  • Forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum.

Mannréttindanefnd ELSA, 100 þúsund krónur til verkefnisins:

  • Opinna funda, fræðilegrar umræðu og samstarfs við félagasamtök á vettvangi mannréttinda.

Reykjavík 23. mars 2006



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum