Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2005 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Tómas Ingi Olrich sendiherra afhenti í gær Dr. Jorge Fernando Branco de Sampaio, forseta Portúgal, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands með aðsetur í París.

Að afhendingu lokinni átti sendiherra fund með Portúgalsforseta og ræddu þeir góð samskipti ríkjanna. Þá fundaði sendiherra einnig með háttsettum embættismönnum utanríkisráðuneytisins um tvíhliða samskipti landanna og um Evrópumál.

Vöruskipti við Portúgal voru Íslandi í hag árið 2004. Portúgal er mikilvægur markaður fyrir blautverkaðan saltfisk. Nam útflutningur tæpum 6,9 milljörðum króna en innflutningur 890 milljónum króna.

Tvær verksmiðjur í íslenskri eigu eru starfræktar í Portúgal, í eigu Hampiðjunnar og Límtrés. Auk þess hafa Jarðboranir nýlega fengið samning á fimmta hundrað milljóna króna um borun á vinnsluholum vegna háhitavirkjunar á Azoreyjum.

Yfir 8 þúsund Íslenskir ferðamenn heimsækja Portúgal á þessu ári.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum