Hoppa yfir valmynd
23. maí 2003 Utanríkisráðuneytið

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin lögð af stað til Alsír

Nr. 053

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er lögð af stað til Alsír til aðstoðar við leitar- og björgunarstörf í kjölfar jarðskjálftanna á miðvikudag. Utanríkisráðuneytið bauð fram aðstoð sveitarinnar í gær og barst beiðni frá sendiráði Alsír kl. 10.00 í morgun. Lagði 17 manna sveit af stað til Alsír kl. 16.00. Alþjóðasveitin er á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar og fer á vettvang á vegum hennar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 23. maí 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum