Hoppa yfir valmynd
10. mars 2010 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Lettlandi

Elín Flygenring sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Lettlandi
Afhending_trunadarbrefs_i_Lettlandi

Í gær, 9. mars 2010, afhenti Elín Flygenring, sendiherra, Valdis Zatlers, forseta Lettlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Lettlandi með aðsetur í Helsinki. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Riga. Áður hafði sendiherra átt fundi með háttsettum embættismönnum í Riga sem og forseta þings Lettlands, Saeima, Gundars Daudze.

Lettar telja Íslendinga til sinna nánustu vinaþjóða og vísa í viðurkenningu Íslendinga á nýfengnu sjálfstæði Lettlands árið 1991 og að Íslendingar hefðu fyrst þjóða tekið upp stjórnmálasamband við Lettland á þeim tíma.

Lettland og Ísland hafa náið stjórnmálalegt samband og til skamms tíma hösluðu íslensk fyrirtæki sér völl í Lettlandi, en fæst þeirra starfa þar lengur. Menningarleg samskipti þjóðanna hafa verið að aukast síðustu ár og er áhugi fyrir íslenskri menningu mikill í Lettlandi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum