Hoppa yfir valmynd
12. desember 2003 Utanríkisráðuneytið

Tilkynning um dómsuppkvaðningu vegna flugvallargjalds

Nr. 151


EFTA dómstóllin kvað í dag upp dóm í máli sem Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði á hendur íslenska ríkinu. Eftirlitsstofnunin taldi mismunandi fjárhæð flugvallargjalds, í millilandaflugi annars vegar og innanlandsflugi hins vegar, vera brot á skyldum Íslands samkvæmt EES-samningnum um að stuðla að frelsi til þjónustuviðskipta. Dómstóllinn tók undir sjónarmið Eftirlitsstofnunarinnar og taldi mismunandi fjárhæð flugvallargjalds á þessum forsendum ekki samræmast kröfum EES-samningsins, þar sem fjárhæð gjaldsins gerði þjónustuveitendum í flugrekstri mishátt undir höfði, eftir því hvort þeir byðu þjónustu til annarra EES-ríkja eða innan Íslands.
Íslandi ber því að breyta kerfi flugvallargjalda þannig að það samræmist kröfum EES-samningsins.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 12. desember 2003

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum