Hoppa yfir valmynd
16. mars 2010 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010

Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram laugardaginn 6. mars 2010 þar sem lögð var fyrir kjósendur spurning um hvort lög nr. 1/2010, sem forseti Íslands hafði synjað staðfestingar, ættu að halda gildi eða hvort þau ættu að falla úr gildi. Lög nr. 1/2010 kváðu á um breytingu á lögum nr. 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

           Á kjörskrá voru 230.014 kjósendur. Atkvæði greiddu 144.231 kjósendur eða 62,7% kjósenda.

            Atkvæði féllu þannig að já sögðu 2.599 kjósendur eða 1,8% en nei sögðu 134.392 kjósendur eða 93.2%. Ógildir seðlar voru 7.240 talsins, þar af voru 6.744 auðir eða ógildir alls 5.0%.

            Samkvæmt þessum niðurstöðum eru lögin nr. 1/2010 fallin úr gildi.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið, 16. mars 2010

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum