Hoppa yfir valmynd
12. október 2021 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska stefnu um stafræna þjónustu til að samþætta samgöngumáta

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið samráð um leiðarvísi (roadmap) að stefnu um stafræna þjónustu til að samþætta samgöngumáta. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum um áætlunina er til og með 2. nóvember nk.

Með samráðinu á að ná til atriða eins og áskoranir við að skipuleggja ferðir á netinu og kaupa farmiða á netinu fyrir ferðalög þar sem fleiri en einn samgöngumáti koma við sögu. Þá á með samráðinu að samþætta betur samgöngur með járnbrautum við aðrar almenningssamgöngur.

Framkvæmdastjórnin ætlar með samráðinu að auka áreiðanleika og gagnsæi fyrir samninga milli fyrirtækja í ferðaþjónustu um samgöngur á landi og á legi, að koma í veg fyrir skaðleg áhrif sem geta risið vegna ámælisverðrar framkomu fyrirtækja sem sjá um slíka þjónusta og að tryggja að samgöngukerfið haldi afköstum sínum og sé umhverfisvænt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum