Hoppa yfir valmynd
5. júní 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Atvinnutekjur sjötugra og eldri skerða ekki lífeyristryggingar

Atvinnutekjur þeirra sem eru sjötugir og eldri hafa ekki áhrif á greiðslur lífeyristrygginga verði frumvarp heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra samþykkt á Alþingi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lagði í gær fram frumvarp sem felur þetta í sér, en markmiðið með frumvarpinu er að bæta hag ellilífeyrisþega með því að draga úr vægi viðmiðunartekna gagnvart greiðslum lífeyristrygginga. Áætlað er að árlegur kostnaður við frumvarpið verði á bilinu 560–700 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að lögin taki gildi 1. júlí nk.

Sjá nánar frumvarp heilbrigðis- og trggingamálaráðherra á vef Alþingis (opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum