Hoppa yfir valmynd
26. júní 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra fagnar framtakinu og hvetur fólk til þátttöku í göngu gegn umferðarslysum

Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, fagnar frumkvæði hjúkrunarfræðinganna þriggja, Bríetar Birgisdóttur, Önnu I. Arnarsdóttur og Soffíu Eiríksdóttur, sem skipulagt hafa göngu gegn alvarlegum umferðarslysum. Gangan hefst í dag kl. 17 við Landspítalann á Hringbraut og hvetur ráðherra fólk til þess að taka þátt í göngunni og sýna þannig samstöðu í verki.

Baráttan gegn alvarlegum slysum í umferðinni er eilífðarverkefni sem sést ekki síst á því að þrátt fyrir að banaslysum hafi fækkað verulega á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, hefur alvarlegum slysum fjölgað mjög á sama tímabili.

Á sama tíma og gangan er í Reykjavík hefur starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi efnt til göngu gegn umferðarslysum á Selfossi til að sýna samstöðu með hjúkrunarfræðingum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Ráðherra fagnar því framtaki líka og hvetur Sunnlendinga til að taka þátt í göngunni þar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum