Hoppa yfir valmynd
20. júlí 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Skipulag sjúkraflutninga

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að skipa vinnuhóp til að taka saman og gera tillögur um skipulag sjúkraflutninga á grundvelli úttekta sem fyrir liggja. Tillögurnar skulu miðast við landið allt.

Samkvæmt fyrirmælum ráðherra ber vinnuhópnum að skoða sérstaklega þætti sem snúa að mönnun og rekstri sjúkraflutninganna. Þá hefur ráðherra einnig falið vinnuhópnum að kalla eftir tillögum um menntun sjúkraflutningamanna og leita í því sambandi til Sjúkraflutningaráðs landlæknis, samtaka sjúkraflutningamanna og annarra fagaðila.

Vinnuhópnum er gert að skila ráðherra tillögum sínum um mánaðamótin október/nóvember.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum