Hoppa yfir valmynd
19. september 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Kynnt drög að reglugerð um kröfur um notkun loftrýmis og verklagsreglur fyrir árekstrarvara í flugi

Drög að reglugerð um sameiginlegar kröfur um notkun loftrýmis og verklagsreglur fyrir árekstrarvara í flugi eru nú til kynningar hjá innanríkisráðuneytinu.

Reglugerðinni er ætlað að innleiða reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1332/2011 um almennar kröfur um nýtingu loftrýmis og verklagsreglur fyrir árekstrarvara (e. laying down common airspace usage requirements and operating procedures for airborne collision avoidance). Reglugerðin er sett með vísan til reglugerðar (EB) nr. 216/2008 sem felld var inn í EES samninginn þann 19. desember 2011.

Reglugerðin gildir um stjórnendur ákveðinna loftfara og setur verklagsreglur fyrir notkun árekstravara (ACAS). Gildissvið reglugerðarinnar er tvíþætt, annarsvegar gagnvart íslenskum flugrekendum sem starfrækja flugvélar í flutningaflugi sem eru búnar hverfihreyflum með skráðan hámarksflugtaksmassa yfir 5.700 kg eða hámarksfjölda farþegasæta í samþykktu sætafyrirkomulagi fyrir fleiri en 19.

Hinsvegar á reglugerðin við um flugvélar sem fengu lofthæfivottorð (individual airworthiness certificate) fyrst útgefið eftir 1. janúar 2007, skráðar til einkaflugs sem eru búnar hverfihreyflum með skráðan hámarksflugtaksmassa yfir 15.000 kg eða hámarksfjölda farþegasæta í samþykktu sætafyrirkomulagi fyrir fleiri en 30.

Flugrekendur í atvinnuflugi uppfylla nú þegar ákvæði reglugerðar um flutningaflug nr. 1263/2008 sem gerir kröfu um árekstrarvara og verklagsreglur fyrir áhafnir flugvéla. Engar flugvélar til einkaflugs sem falla undir gildissvið reglugerðarinnar eru skráðar á Íslandi. Áhrif og kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar hér á landi er því óveruleg.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira