Hoppa yfir valmynd
19. maí 2011 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Starfshópur um strandsiglingar skipaður

Innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að gera tillögur um hvernig standa megi að því að koma á strandsiglingum að nýju. Mælst er til að starfshópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir 1. nóvember 2011.

Hópnum er ætlað að skoða mögulega flutninga, greiningu á skipakosti, áætluðum rekstrarkostnaði útgerða, viðkomuhöfnum, tíðni ferða, áætlun um sjálfbær flutningsverð og öðrum þeim atriðum sem skipt geta máli. Til hliðsjónar getur hópurinn nýtt sér þær skýrslur og greinargerðir sem fyrri starfshópar hafa lagt fram. Nánari útfærsla á verkefni hópsins verður lögð fram á fyrsta fundi hans í formi verkefnaáætlunar.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, formaður.
  • Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur innanríkisráðuneytinu.
  • Pétur Ólafsson, skrifstofustjóri Akureyrarhöfn.
  • Ögmundur Hrafn Magnússon, lögfræðingur fjármálaráðuneytinu.
  • Kristján Helgason, deildarstjóri hafnasviðs hjá Siglingastofnun Íslands.
  • Unnar Jónsson, rekstrarfræðingur.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira