Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2009 Utanríkisráðuneytið

Málstofa um íslenskt alþjóðastarf

Fridargaeslulidi_i_Afganistan._Mynd_1
Fridargaeslulidi_i_Afganistan._Mynd_1

Háskólinn á Bifröst heldur málstofu miðvikudaginn 25. febrúar þar sem fjallað verður um íslenskt alþjóðastarf, þróunarsamvinnu, friðaruppbyggingu og mannúðarmál.

Íslenska friðargæslan, Þróunarsamvinnustofun Íslands og Alþjóðasvið Rauða Krossins kynna starfsemi sína og ræða um þennan starfsvettvang. Samhliða málþinginu opnar farandsýningin Starf í þágu friðar, sem fjallar um störf Íslensku friðargæslunnar.

Frummælendur á málstofunni verða Þórdís Sigurðardóttir, staðgengill framkvæmdastjóra ÞSSÍ, Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar og Þórir Guðmundsson, sviðstjóri alþjóðasviðs RKÍ.

Málstofan verður í fundarsal Háskólans á Bifröst, Hriflu, og hefst klukkan 13.00.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum