Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2005 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Svavar Gestsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf
Svavar Gestsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf

Þann 22. nóvember sl. afhenti Svavar Gestsson Margréti Þórhildi Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Afhending trúnaðarbréfs fór fram með viðhöfn í Fredensborg höll fyrir utan Kaupmannahöfn. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn var sett á stofn árið 1920 og er því elsta starfandi sendiráð Íslands. Svavar Gestsson er sautjándi sendiherra Íslands í Danmörku og tók við af Þorsteini Pálssyni, sem lét af störfum í utanríkisþjónustunni þann 1. nóvember sl.

Ísland og Danmörk eru tengd margra alda sögulegum böndum. Í dag telst Danmörk vera ein af þremur helstu viðskiptaþjóðum Íslands og þar búa fleiri Íslendingar en nokkurs staðar annars staðar utan Íslands.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum