Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2007

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er nú haldin í 16. sinn. Hægt er að senda inn umsóknir á skriflegu formi og í gegnum vef keppninnar: www.nkg.is.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er nú haldin í 16. sinn. Hægt er að senda inn umsóknir á skriflegu formi og í gegnum vef keppninnar: www.nkg.is.

Veitt verða 1., 2. og 3. verðlaun fyrir hugmyndir undir flokkunum:

1. UF / Uppfinningar.
2. ÚF / Útlits- og formhönnun.
3. HB / Hugmyndir á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðar.
4. ÞV/Þemaverkefni: Slysavarnir.

Umsóknarfrestur er til  23. mars 2007.  
Þátttaka í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er áhrifamikil leið til að vekja unga Íslendinga til meðvitundar um sköpunarmátt sinn og snilli. Skólar eru sérstaklega hvattir til þess að nýta þetta tækifæri til að kynna nemendum þessa leið til að birta hugmyndir sínar og efla frumkvæði sitt.
Verðlaun verða veitt í formi ríkisskuldabréfa og mun forseti Íslands afhenda þau eins og hann hefur gert undanfarin ár. Verðlaunahafar fá auk þess verðlaunapening og afkastamesti skólinn fær farandbikar. Verðlaunaafhending er áætluð sunnudaginn 30. sept. 2007 kl. 14:00 en stefnt er að vinnusmiðjurnar fari fram í Foldaskóla dagana 8. og 9. september kl. 10.00-16.00.

Nánari upplýsingar er á finna á vef keppninnar www.nkg.is  þar sem hægt er að nálgast nýjustu upplýsingar og fréttir af nýsköpun og frumkvöðlamennt á Íslandi.

Reykjavík   30. okt. 2006.

_______________________________
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Menntamálaráðherra



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum