Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2019 Innviðaráðuneytið

Póst- og fjarskiptastofnun falið að útnefna alþjónustuveitanda í pósti

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið að fela Póst- og fjarskiptastofnun að útnefna alþjónustuveitanda í pósti frá og með 1. janúar nk. til að tryggja alþjónustu í pósti. Ný lög um póstþjónustu, nr. 98/2019, munu taka gildi 1. janúar nk. og fellur þá niður einkaréttur ríkisins á bréfum undir 50 g. Ríkinu ber skylda til að tryggja alþjónustu í pósti í landinu.

Ráðuneytið hefur frá samþykkt nýrra póstlaga átt samtal við núverandi alþjónustuveitanda með það að leiðarljósi að afla upplýsinga og eftir atvikum að ná samningi við núverandi alþjónustuveitanda um að sinna alþjónustu í landinu til eins eða tveggja ára frá gildistöku nýrra laga. Í þessum samtölum hefur komið fram að ytri og innri óvissuþættir eru margir, m.a. vegna þess að ráðist hefur verið í umfangsmiklar skipulagsbreytingar og hagræðingaaðgerðir sem ekki sér fyrir endann á. Að auki er stuttur tími til áramóta og gildistöku laganna. 

Með vísan til framangreindra aðstæðna hefur ráðuneytið ákveðið að fela Póst- og fjarskiptastofnun að útnefna alþjónustuveitanda eða alþjónustuveitendur frá og með 1. janúar 2020.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum