Hoppa yfir valmynd
19. mars 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Margir skráðir á málþing um almenningssamgöngur

Kringum 80 manns hafa skráð sig á málþing um almenningssamgöngur sem innanríkisráðuneytið stendur að á Hótel Sögu í Reykjavík á morgun, 20. mars, í samvinnu við Vegagerðina. Flutt verða erindi um framtíðarsýn um skipulag almenningssamgangna og fulltrúar sveitarfélaga og almenningssamgöngufyrirtækja segja frá reynslu sinni.

Málþingið hefst klukkan 10 með inngangi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem ber heitið: Samferða skynseminni – framtíðarsýn um samgöngur. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri fjallar um almenningssamgöngur sem raunhæfan kost og nokkrir sérfræðingar ræða um fyrirkomulag almenningssamgangna, umhverfismál og samgöngustefnu fyrirtækja. 

Fundarstjóri verður Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, og lokahnykkur málþingsins verður í höndum Ara Eldjárn sem fjallar meðal annars um stuð í strætó. Gert er ráð fyrir að málþinginu ljúki um kl. 13.

Unnt verður að fylgjast með málþinginu í beinni útsendingu á netinu. Slóðin er:

http://netsamfelag.is/index.php/bein-utsendin

Dagskrá:

Samferða skynseminni - framtíðarsýn um samgöngur
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra

Almenningssamgöngur - raunhæfur kostur um allt land?

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri

Hvað gerir Strætó við aurinn
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó

Hvert þarftu að komast? 
Einar Kristjánsson, skipulags- og þróunarsviði Strætó

Svona gerum við:  Úr öllum áttum í eitt kerfi
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú

Ferðast milli hverfa: Almenningssamgöngur í Eyjafirði 
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri

KAFFI

Borg fyrir fólk: Umhverfi, skipulag og aðrir samgöngumátar

Kristín Soffía Jónsdóttir, umhverfis- og skiplagsráði Reykjavíkur

Samgöngustefna fyrirtækja: Hvað er hún og hverju skilar hún?

Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti

Ég vel að ferðast með strætó

Guðríður Haraldsdóttir, aðstoðarritstjóri Vikunnar og fastakúnni strætó

Stuð í Strætó

Ari Eldjárn, samfélagsrýnir og sérfræðingur í almenningssamgöngum

Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira