Hoppa yfir valmynd
6. desember 2007 Innviðaráðuneytið

Flutningur málefna milli ráðuneyta undirbúinn

Síðustu vikur og mánuði hefur staðið yfir í samgönguráðuneytinu undirbúningur vegna flutnings á málaflokkum ráðuneytisins. Breytingarnar taka gildi um áramótin eins og aðrar breytingar sem framundan eru á skipulagi Stjórnarráðsins.

Ferðamál flytjast um áramót frá samgönguráðuneyti til iðnaðarráðuneytisins og um áramót tekur samgönguráðuneytið við málefnum sveitarfélaga og jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af félagsmálaráðuneytinu. Þá flyst ábyrgð á málefnum flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli til samgönguráðuneytisins frá utanríkisráðuneytinu.

Huga þarf að mörgun þáttum varðandi þessar breytingar fyrir utan nauðsynlegar laga- og reglugerðarbreytingar. Má þar nefna starfsmannamál, en bæði flytjast menn á milli ráðuneyta og auglýst hefur verið eftir nýjum sérfræðingum í tengslum við þessar breytingar.

Þar sem breytingarnar hafa í för með sér talsvert aukin umsvif í ráðuneytinu og þar með fjölgun starfsmanna er einnig verið að huga að viðbótarhúsnæði.

Þá verða um áramótin gerðar breytingar á vefsíðu samgönguráðuneytisins í samræmi við flutning málaflokkanna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum