Hoppa yfir valmynd
29. júlí 2022

Fundur með forsætisráðherra Himachal Pradesh um orkunýtingu

Guðni Bragason sendiherra með forsætisráðherra Himachal Pradesh-fylkis, Jai Ram Thakur. - mynd
Guðni Bragason sendiherra átti 23. júlí fund með Jai Ram Thakur, forsætisráðherra Himachal Pradesh-fylkis í norð-vesturhluta landsins undir Himalajafjöllum. Tilgangur var sá að kynna jarðvarmaverkefni GEG Power í fylkinu sem fengið hefur styrk frá Heimsmarkmiðasjóði utanríkisráðuneytisins. Í Kinnaur-héraði er ætlunin að nýta jarðvarma til að kæla ávaxtaframleiðslu, einkanlega eplaframleiðslu, sem héraðið er þekkt fyrir. Verkefnið mun styrkja efnahag, framleiðslu, atvinnu og fæðuöryggi á svæðinu. Forsætisráðherrann var áhugasamur um jarðvarmanýtingu, ekki aðeins fyrir landbúnaðarframleiðslu í Kinnaur heldur einnig fyrir framþróun ferðamennsku og fiskeldis víðar í fylkinu. Í norðurhluta fylkisins verður mjög kalt á vetrum og jarðvarmi býður upp á ódýra og stöðuga kyndingu. Indversk stjórnvöld stefna markvisst að því að auka hlut endurnýjanlegrar orku í orkunýtingu landsmanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum