Hoppa yfir valmynd
15. júní 2009 Innviðaráðuneytið

Kröfum vegna höfnunar byggingarleyfis vísað frá

Samgönguráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í máli er varðar höfnun Sveitarstjórnar Álftaness á útgáfu byggingarleyfis og tiltekin ummæli á heimasíðu sveitarfélagsins.

Niðurstaða ráðuneytisins var að vísa bæri báðum kröfuliðunum frá þar sem álitaefnin ættu ekki undir úrskurðarvald þess samkvæmt 103. gr. sveitarstjórnarlaga.

Talið var að álitaefnið varðandi byggingarleyfið ætti undir úrskurðarnefnd samkvæmt 8. gr. skipulags- og byggingarlaga og höfðu kærendur þegar kært máið til nefndarinnar. Þá var litið svo á að álitefni um lögmæti ummæla félli ekki undir sveitarstjórnarmálefni í skilningi 103. gr. sveitarstjórnarlaga enda ætti það undir dómsóla að fjalla um meinta refsiverða háttsemi.

Úrskurði samgönguráðuneytisins má nálgast undir Flýtileiðir/Úrskurðir hægra megin á forsíðu eða undir valmyndinni Ráðuneyti - Úrskurðir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum