Hoppa yfir valmynd
8. maí 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðherra afhent fyrsta eintak nýrrar bókar um einhverfu

Ráðherra ásamt ritstjórunum Sigríði Lóu Jónsdóttur og Evald Sæmundsen
Ráðherra ásamt ritstjórunum Sigríði Lóu Jónsdóttur og Evald Sæmundsen

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tók í dag við fyrsta eintaki bókarinnar Litróf einhverfunnar sem samin er af starfsfólki Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og gefin út af Háskólaútgáfunni. Mikilvægt og kærkomið efni sagði Eygló þegar hún tók við bókinni úr hendi ritstjóranna; Sigríður Lóu Jónsdóttur og Evald Sæmundsen.

Bókin Litróf einhverfunnar er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Einhverfa er heilkenni sem felst í óvenjulegri heilastarfsemi og birtist einkum í takmarkaðri færni í félagslegum samskiptum, sérstakri skynjun, ásamt endurtekningarsamri hegðun og þröngu áhugasviði.

Fjallað er um greiningu á einhverfu, orsakir hennar og meðraskanir, framvindu og horfur, meðferð, þjónustu, fjölskyldur, líf og reynslu einhverfra. Sjónum er einkum beint að börnum og unglingum, en þó einnig að öðrum aldurshópum. Þá eru í bókinni nýjar upplýsingar um sögu einhverfu á Íslandi.

Ráðherra flettir nýútkominni bók

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ótvírætt að mikill fengur sé í bókinni og upplýsingunum sem hún hefður að geyma. Óhætt sé að segja bókina tímamótaverk og efnið kærkomið fyrir marga. Bókin er hugsuð fyrir foreldra og aðra ættingja, einhverfa fólkið sjálft, þá sem tengjast einhverfum í starfi, nemendur í framhaldsskólum og á neðri stigum háskóla, svo og aðra sem hafa áhuga á einhverfu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum