Hoppa yfir valmynd
2. maí 2013 Félagsmálaráðuneytið

Drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti til umsagnar

Velferðarráðuneytið birti þann 16. apríl til umsagnar drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað. Minnt er á að umsagnarfrestur rennur út 8. maí næstkomandi.

Í júní árið 2010 samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun til að vinna gegn einelti á vinnustöðum, í skólum og samfélaginu almennt. Í samræmi við áætlunina réðist velferðarráðuneytið í vinnu sem fól í sér gagngera endurskoðun á reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað. Stofnuð var nefnd um verkefnið undir forystu velferðarráðuneytisins með fulltrúum Vinnueftirlits ríkisins, Jafnréttisstofu, Sambands sveitarfélaga, starfsmannaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ASÍ, BSRB, BHM, Kennarasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Áhersla hefur þannig verið lögð á víðtæka samvinnu, ekki einungis með það í huga að vanda sem best til verka, heldur einnig til að virkja sem flesta í þessu starfi og ýta þannig undir umræður og áhuga á að sinna þessu mikilvæga máli á breiðum vettvangi.

Drög að reglugerðin eru nú lögð fram til kynningar og umsagnar. Frestur til að skila ráðuneytinu umsögnum rennur út 8. maí næstkomandi

Umsagnir skal senda ráðuneytinu á póstfangið [email protected] og skrifa í efnislínu: umsögn um reglugerð um aðgerðir gegn einelti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira