Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Orkufyrirtækið SEV í Færeyjum hlaut Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2015. - mynd

Norðurlandaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2016. Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári er stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl. Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi.

Fresturinn til að senda inn tillögur rennur út þann 20. apríl og verður listi yfir tilnefnda opinberaður í júní. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 1. nóvember 2016 og nema verðlaunin 350.000 dönskum krónum.

Þema ársins er ætlað að vekja athygli á starfsemi sem þegar hefur haslað hefur sér völl eða á nýjum verkefnum þar sem nýstárlegar stafrænar lausnir efla og hvetja til sjálfbærs lífsstíls.

Hægt er að senda inn tillögur að verðlaunahöfum með því að fylla út þar til gert eyðublað á heimasíðu Norðurlandaráðs

Sjá nánar frétt á heimasíðu Norðurlandaráðs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum