Hoppa yfir valmynd
21. desember 2023 Matvælaráðuneytið

Viðbótarstuðningsgreiðslur greiddar til bænda

Matvælaráðuneytið mun í dag greiða út viðbótarstuðningsgreiðslur til bænda á grundvelli tillagna ráðuneytisstjórahóps þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis, sem skipaður var í lok október vegna fjárhagsstöðu bænda. Viðbótarstuðningurinn er greiddur út til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu innan landbúnaðarins. Lögð er áhersla á að styðja sérstaklega við yngri bændur sem tekið hafa við búum síðustu ár og bændur sem fjárfest hafa í framleiðsluaðstöðu síðustu ár í nautgripa- og sauðfjárrækt. Þá eru einnig aukagreiðslur til greina sem búið hafa við langvarandi afkomubrests.

Tillögurnar voru samþykktar í ríkisstjórn og fjárheimildir fengust með samþykkt Alþingis á fjáraukalögum 2023 þann 16. desember sl. Við meðferð málsins á Alþingi var jafnframt bætt við sérstakri greiðslu á innvegna mjólk sem greidd verður snemma á næsta ári.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra:

“Áskoranir í landbúnaði hafa verið verulegar síðustu ár, sérstaklega hjá þeim bændum sem tekið hafa við búum eða fjárfest í framleiðsluaðstöðu. Með því að koma til móts við þessa stöðu sýna stjórnvöld að þau standa með framtíð landbúnaðar á Íslandi.”

Eftirfarandi greiðslur verða greiddar til bænda í dag:

  • Ungbændastuðningur til 181 bænda, samtals 600 m.kr. Greitt verður álag á fjárfestingar í samþykktum umsóknum um nýliðunarstuðning á árunum 2017-2023.
  • Viðbótarfjárfestingastuðningur, samtals 450 m.kr. Greitt verður álag á fjárfestingu í samþykktum umsóknum um fjárfestingarstuðning í sauðfjárrækt og nautgriparækt á árunum 2017-2023. Greiddar verða 386 m.kr. vegna nautgriparæktar til 239 bænda og 64 m.kr. vegna sauðfjárræktar til 169 bænda.

  • Viðbótarbýlisstuðningur til 511 bænda, samtals 450 m.kr. Greitt verður sérstakt framlag til sauðfjárbænda með 300 vetrarfóðraðar kindur eða meira í krafti þess að þeir treysta hvað mest á tekjur af sauðfjárrækt.

  • Viðbótargripagreiðslur á holdakýr til 138 bænda, samtals 100 m.kr. Greitt verður sérstakt framlag til þeirra bænda sem fengu greiddar gripagreiðslur á holdakýr árið 2023.

Snemma á næsta ári verða greiddar út viðbótargreiðslur til kúabænda, samtals 500 m.kr. Greitt verður á innvegna mjólk fyrstu ellefu mánuði ársins 2023. Skilyrði er jafnframt að framleiðsla hafi átt sér stað í nóvember 2023.

Í heild verða því greiddar út 2.100 m.kr. til bænda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum