Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundaði með lögmanni Færeyja

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ásamt Aksel V. Johannesen, lögmanni Færeyja - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti óformlegan fund með Aksel V. Johannesen, lögmanni Færeyja, í Þinganesi í Færeyjum í dag. Meðal annars ræddu þau stjórnmálaástandið í Færeyjum og á Íslandi, samskipti ríkjanna og ítrekaður var ríkur vilji beggja landa til að endurnýja samninga á sviði sjávarútvegsmála. Þá ræddu þau þær áskoranir sem uppi eru vegna Hoyvíkursamningsins.
Katrín sagði að loknum fundi að vinátta Íslendinga og Færeyinga væri um margt einstæð og mikilvægt væri að rækta þau ríku tengsl sem eru milli þessara tveggja þjóða.

Á morgun verður Katrín aðalræðumaður á landsfundi Þjóðveldisflokksins sem haldinn er í Klakksvík í Færeyjum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum