Hoppa yfir valmynd
12. desember 2016 Utanríkisráðuneytið

Brot á mannréttindum öryggisógn

ÖSE ráðherrafundur í Hamborg

Utanríkisráðherrafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) var haldinn í Hamborg, Þýskalandi, dagana 8.-9. desember sl. Á fundinum voru samþykktar margvíslegar ályktanir sem lúta meðal annars afvopnunarmálum, baráttunni gegn hryðjuverkum og málefnum farenda og flóttamanna. Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE sat fundinn í fjarveru utanríkisráðherra og lagði í ræðu sinni áherslu á virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum, og jafnrétti fyrir alla. 

Í ræðunni minnti hún á að brot á mannréttindum eru öryggisógn sem ekki má mæta með aðgerðarleysi. Hatursorðræða og umburðarleysi fyrir öðrum hópum færðust í aukana og við því yrði að bregðast. Þá minnti hún á að íslensk stjórnvöld vildu vinna með stofnuninni að því að jafna og styrkja hlut kvenna, ekki síst í tengslum við ályktun Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi.

Merki markmiðs númer 16 um frið og réttlæti

Efni þessarar fréttar tengist Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, markmiði númer 16 um frið og réttlæti.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira