Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra skipuð

Ásta Möller, alþingismaður, er nýr formaður samstarfsnefndar um málefni aldraðra sem heilbrigðismálaráðherra skipar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað samstarfsnefnd um málefni aldraðra, en ráðherra ber samkvæmt lögum um málefni aldraðra að skipa fimm manna samstarfsnefnd um málefni aldraðra eftir hverjar almennar alþingiskosningar. Formaður nefndarinnar er Ásta Möller, alþingismaður, eins og áður sagði.

Aðrir nefndarmenn eru: Aðalsteinn Guðmundsson, læknir, Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi, og Gísli Páll Pálsson, en hann er tilnefndur af Öldrunarráði Íslands. Margrét Margeirsdóttir er tilnefnd af Landssambandi eldri borgara, og Guðmundur Rúnar Árnason tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Varamenn eru: Dögg Pálsdóttir, hrl., Árni Kristinsson, læknir, Helgi K. Hjálmsson, viðskiptafræðingur, Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri, og Bernharður Guðmundsson. Ritari nefndarinnar er Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri. Margrét Erlendsdóttir, deildarstjóri, og Einar Jón Ólafsson, hagfræðingur, vinna með nefndinni.

Meginhlutverk samstarfsnefndarinnar um málefni aldraðra er samkvæmt lögunum þríþætt þ.e. að vera heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra, að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra, og að stjórna Framkvæmdasjóði aldraðra og gera tillögur til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum