Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigði hjartans á dagsskrá

Evrópusáttmáli um heilbrigði hjartans var kynntur í dag, meðal annars Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

Það er Hjartavernd sem ýtir úr vör stefnuskrá eða sáttmála um heilbrigðis hjartans í samstarfi við Hjartasjúkdómafélag Íslands. Það var einn af aðalhvatamönnum sáttmálans, John Martin prófessor, sem kynnti málefnið fyrir ráðherra og gestum. Í frétt frá Hjartavernd segir: ?Evrópska stefnuskráin um heilbrigði hjartans er árangur náinnar og langvinnar samvinnu Evrópusamtaka Hjartaverndafélaga (European Heart Network) og Evrópska hjartasjúkdómafélagsins (European Society of Cardiology) með stuðningi Evrópusambandsins (ESB) og Evrópusvæðis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Markmiðið með stefnuskránni er fyrst og fremst að vekja athygli á og mæta hratt vaxandi vandamálum tengdum hjarta- og æðasjúkdómum sem eru algengasta dánarorsök karla og kvenna í Evrópu og valda nærri helmingi allra dauðsfalla. Þó mikið hafi unnist á síðustu áratugum er baráttunni langt frá því að vera lokið enda hefur tíðni þeirra sem eru með þennan sjúkdóm aukist?.

Guðlaugur Þór Þórðarson flutti í tilefni viðburðarins stutt ávarp þar sem hann gerði meðal annars árangur og mikilvægi starfsemi Hjartaverndar að umtalsefni. Hann sagði afar brýnt að halda áfram því góða starfi sem samtökin hefðu unnið áratugum saman og hann fagnaði sérstaklega að fá að taka þátt í að ýta úr vör evrópsku átaki til að vinna gegn hjartasjúkdómum. Hann sagði jafnframt að það væri afar brýnt að upplýsa almenning um hvað hver og einn gæti gert til að stuðla að bættu heilsufari sínu. ?Það þurfa allir að gera sér grein fyrir að þeir geta gert mjög mikið til að bæta eigin heilsu og bera þar sjálfir nokkra ábyrgð? sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðismálaráðherra í dag. Ráðherra bætti því við að forvarnastarf Hjartaverndar væri til fyrirmyndar og mjög í ætt við þær hugmyndir um forvarnastarf almennt, sem hann hygðist beita sér fyrir í embætti heilbrigðismálaráðherra.

Sjá nánar um stefnuskrána á vef Hjartaverndar (opnast í nýjum glugga).



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum