Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Nýr formaður Lyfjagreiðslunefndar

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, formann Lyfjagreiðslunefndar frá 1. september n.k. er Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra, lætur af störfum sökum aldurs sem formaður og starfsmaður nefndarinnar.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg lauk Cand. Pharm frá Lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 1987 og MSc. BioPharm frá King's College University of London 1989. Hún lauk einnig prófi í markaðs- og útflutningsfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands og MSc í heilsuhagfræði frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 2005.
Rúna hefur m.a. starfað sem sjúkrahúslyfjafræðingur í Englandi, markaðsstjóri Lyfjaverslunar Íslands og verkefnastjóri við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Rúna er forstöðumaður Rannsóknastofnunar um lyfjamál og stundakennari við Lyfjafræðideild ásamt því að vera prófdómari í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Lyfjagreiðslunefnd starfar samkvæmt lyfjalögum nr. 93/1994 og ákvarðar m.a. hámarksverð á lyfseðilsskyldum lyfjum og öllum dýralyfjum í heildsölu og smásölu sem og greiðsluþátttöku almannatrygginga í lyfjaverði.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira