Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2017 Innviðaráðuneytið

Viðbótarframlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2017

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarjóðs sveitarfélaga frá 17. nóvember síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2017 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 200 milljónum króna.

Á grundvelli 2. gr. reglugerðar nr. 635/2017 um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2017 er heimilt að veita sérstök viðbótarframlög til þeirra þjónustusvæða þar sem kostnaður við reksturinn er verulega íþyngjandi.

Útreikningur á skiptingu 200 milljóna króna framlagsins byggist á eftirfarandi forsendum:

  1. Rekstrarniðurstöðu þjónustusvæða á árinu 2016.
  2. Rekstrarniðurstaðan er reiknuð niður á íbúa á hverju þjónustusvæði sem er grunnur að framlagi til svæðanna.

Framlagið mun koma til greiðslu á næstu dögum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum