Hoppa yfir valmynd
2. október 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um rafræna gjaldtöku veggjalda til kynningar

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að reglugerð um rekstrarsamhæfi rafræns gjaldtökukerfis veggjalda innan Evrópska efnahagssvæðisins sem innleiðir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/52 frá 29. apríl 2004 um rekstrarsamhæfi rafræns vegatollkerfis innan EES. Umsagnir skulu berast á netfangið [email protected] eigi síðar en 11. október næstkomandi.

Markmið reglugerðarinnar er að tryggja rekstrarsamhæfi rafrænna gjaldtökukerfa innan EES og gilda ákvæði hennar um aðferðir við rafræna innheimtu allra tegunda veggjalda í öllu vegakerfi innan EES, í borgum og milli borga, á hraðbrautum, aðalvegum og smærri vegum og við ýmis mannvirki, s.s. göng, brýr og ferjur. Undanþegin gildissviði reglugerðarinnar eru gjaldtökukerfi þar sem engar rafrænar aðferðir við innheimtu gjaldtöku eru fyrir hendi, rafræn gjaldtökukerfi þar sem ekki er þörf á uppsetningu búnaðar í ökutækjum og lítil, algerlega staðbundin gjaldtökukerfi, þar sem kostnaðurinn við að fara að kröfum reglugerðarinnar væri í engu samræmi við ávinninginn sem af því hlytist.

Reglugerðin gerir ráð fyrir að í öllum nýjum rafrænum gjaldtökukerfum sé stuðst við eina eða fleiri af þremur mögulegum tækniaðferðum, þ.e. staðsetningu um gervihnött, farsímafjarskipti þar sem GSM-GPRS-staðallinn er notaður (tilvísun GSM TS 03.60/23.060) og/eða 5,8 GHz örbylgjutækni og skal þjónustan vera í boði fyrir allar gerðir ökutækja eigi síðar en 6. október 2014. Reglugerðin á stoð í 17. gr. vegalaga nr. 80/2007.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira