Hoppa yfir valmynd
4. október 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um þóknanir og gjöld Flugöryggisstofnunar Evrópu kynnt

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til kynningar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 118/2009, um þóknanir og gjöld sem Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) leggur á.

Drögunum að breytingarreglugerðinni er ætlað að innleiða hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 494/2012 sem ætlað er að veita EASA heimildir til að innheimta gjöld og þóknanir vegna útgáfu vottorða, gjald vegna kærumeðferðar og fleira, sbr. útvíkkað starfssvið stofnunarinnar með gildistöku reglugerðar ESB nr. 216/2008.

Þóknanir og gjöld sem um getur í reglugerðinni skulu ákvörðuð á gagnsæjan, sanngjarnan og samræmdan hátt sem endurspeglar raunkostnað þjónustunnar hverju sinni.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira