Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Vinna barna og barnahjónabönd bein afleiðing aukinnar fátækar

Aukin hætta er á að foreldrar sýrlenskra barna í flóttamannasamfélögum í Líbanon sendi börn sín til vinnu og gifti dætur sínar barnungar, að mati fulltrúa þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna. Ástæðan er aukin fátækt meðal flóttafólks frá Sýrlandi en tæpum sjö árum frá því borgarastyrjöld braust út í landinu hafa kjör flóttafólksins aldrei verið krappari.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun SÞ (WFP) og Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) gerðu könnun nýverið á högum sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. „Staða flóttafólksins fer versnandi, fátækt er að aukast. Fólkið er á mörkum þess að sjá sér farborða,“ segir Scott Craig talsmaður UNHCR í Reutersfrétt. Könnunin leiddi í ljós að rúmlega þrír af fjórum flóttamönnum í Líbanon þurfa að lifa af minna en rúmlega 400 krónum dag hvern.

Hálf önnur milljón sýrlenskra flóttamanna býr í Líbanon, fjórðungur íbúa landsins. Ríkisstjórnin hefur lengi forðast að setja upp sérstakar flóttamannabúðir. Fjöldi Sýrlendinga býr því í tjaldbúðum við bág kjör og fólkið hefur takmörkuð réttindi, meðal annars til vinnu.

„Vinna barna og snemmbúin hjónabörn eru bein afleiðing fátæktar,“ segir Tanya Chapuisat fulltrúi UNICEF í fréttinni. „Við óttumst að fátæktin leiði til þess að börn verði gefin í hjónabönd eða gerist fyrirvinnur í stað þess að sækja skóla,“ bætir hún við.

Nánar

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum