Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2006 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Sjónarmið um landflutninga og umferðaröryggi

Í kjölfar málþings um landflutninga og umferðaröryggi sem haldið var 9. febrúar síðastliðinn vill ráðuneytið gefa hagsmunaaðilum og almenningi kost á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið.

Um 100 aðilar sóttu málþingið en megintilgangur þess var að greina stöðuna og fá fram sjónarmið sem flestra sem um vegina aka. Ráðuneytið vill þakka þær góðu ábendingar og tillögur sem komu fram á málþinginu og vill um leið gefa þeim sem ekki náðu að taka til máls á þinginu, og þeim sem ekki gátu sótt málþingið, kost á að koma með sitt innlegg í stefnumótun ráðuneytisins varðandi landflutninga og umferðaröryggi.

Tillögurnar óskast sendar á tölvupóstfang ráðuneytisins [email protected] undir yfirskriftinni landflutningar og umferðaröryggi. Æskilegt er að tillögurnar berist ráðuneytinu fyrir 15. mars 2006.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá málþingsins og nálgast erindi sem þar voru flutt.

13:00 – 13:10 Ávarp samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar

13:10 – 13:25 Kröfur um þjálfun og starfsreynslu vörubifreiðastjóra í nútíð og framtíð
Holger Torp sérfræðingur hjá Umferðarstofu

13:25 – 13:40 Reglur um aksturs- og hvíldartíma og rafræna ökurita
William Thomas Möller, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Umferðarstofu

13:40 – 13:55 Hvernig eru reglur sem um atvinnugreinina gilda virtar í reynd af fyrirtækjum og bílstjórum þeirra? Hjámar Björgvinsson, aðalvarðstjóri hjá embætti Ríkislögreglustjóra og Sævar Ingi Jónssson, deildarstjóri umferðareftirlits hjá Vegagerðinni

13:55 – 14:05 Slysaþróun þar sem stórir bílar og bílar með tengivagna koma við sögu
Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu

14:05 – 14:20 Slysatíðni vöru- og hópbifreiða
Skúli Þórðarson, Dr.Ing., ORION ráðgjöf ehf

14:20 – 14:35 Skoðun stórra ökutækja
Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu

14:35 – 14:50 Kaffihlé

14:50 – 15:05 Vegakerfið og þungaflutningar
Eymundur Runólfsson, forstöðumaður áætlanadeildar Vegagerðarinnar

15:05 – 15:20 Vetrarþjónusta og þungaflutningar
Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar

15:20 – 15:35 Er uppbygging vegakerfisins í samræmi við þarfir fyrir flutninga?
Magnús Svavarsson, formaður Landvara

15:35 – 15:50 Þungaflutningar á íslenskum vegum og þjónusta Vegagerðar og Umferðarstofu
Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Landflutningum-Samskipum

15:50 – 16:05 Flutningar á eldsneyti og öðrum hættulegum efnum
Víðir Kristjánsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins

16:05 – 16:20 Vel á vegi staddur – í vinnunni
Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu

16:20 – 16:50 Fyrirspurnir og almennar umræður.

16:50 – 17:00 Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu dregur saman þann lærdóm sem fram hefur komið á málþinginu

17:00 FundarslitEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira