Hoppa yfir valmynd
13. maí 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ályktanir til stjórnvalda um málefni aldraðra

Elín Jóhannsdótt og Eygló Harðardóttir
Elín Jóhannsdótt og Eygló Harðardóttir

Elín Jóhannsdóttir formaður samstarfsnefndar um málefni aldraðra afhenti í vikunni Eygló Harðardóttur, félag- og húsnæðismálaráðherra, tvær ályktanir nefndarinnar sem snúa annars vegar að bættri upplýsingagjöf fyrir almenning um öldrunarmál og hins vegar að endurskoðun laga um almannatryggingar.

Upplýsingvefur fyrir almenning

Samstarfsnefndin leggur til að komið verði á fót upplýsingavef fyrir almenning varðandi öldrun og aldraða þar sem birtar verði margvíslegar upplýsingar um málaflokkinn, fyrirkomulag hans og hlutverk og þjónustu einstakra aðila á þessu sviði. Samstarfsnefndin beinir því til velferðrráðuneytisins að Landssambandi eldri borgara verði falin umsjón með verkefninu og að í stað þess að búa til nýjan vef verði upplýsingavefurinn hluti af upplýsingavef Þjóðskrár; Island.is þar sem nú þegar er mikið af gagnlegu efni um málaflokkin. Í ályktuninni kemur fram að hugmyndin hafi þegar verið kynnt Þjóðskrá og hlotið góðar undirtektir.

Endurskoðun almannatrygginga

Í ályktun samstarfsnefndarinnar um almannatryggingar kemur fram að nefndin hafi fjallað um skýrslu nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar sem gefin var út í febrúar 2016. Nefndin telji að tillögur nefndarinnar feli í sér margvísleg og mikilvæg framfaraskref og því sé mikilvægt að löggjöf, byggð á tillögum sem fram koma í skýrslunni verði að lögum og taki gildi í byrjun næsta árs. Er skorað á Alþingi og stjórnvöld að svo megi verða.

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999. Nefndinni er ætlað að vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra og vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum