Hoppa yfir valmynd
27. mars 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála

Heilbrigðisráðherra veitir styrki til félagasamtaka sem vinna að heilbrigðismálum - myndHeilbrigðisráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í liðinni viku 77 milljónum króna til frjálsra félagasamtaka sem vinna að margvíslegum verkefnum á sviði heilbrigðismála. Að þessu sinni var áhersla lögð á styrki til verkefna sem lúta að geðheilbrigði barna og ungs fólks og verkefna í þágu fólks með heilabilun.

Styrkir sem þessir eru veittir árlega af safnliðum fjárlaga. Auglýst er eftir umsóknum um styrki og úthlutar ráðherra þeim að fengnum tillögum starfshóps sem leggur mat á umsóknirnar. Að þessu sinni ákvað ráðherra að styrkja verkefni sem varða geðheilbrigði barna og ungs fólks og málefni heilabilaðra. Styrkirnir nýtast félögunum til þess að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Ráðherra sagði við úthlutunina að styrkirnir væru í senn viðurkenning á mikilvægu starfi frjálsra félagasamtaka í þágu samfélagsins og stuðningur til að styðja við starfsemi þeirra.

Fjörutíu og þrjú félagasamtök sóttu um styrk að þessu sinni en þrjátíu og tvö fengu úthlutun. Hæstu styrkina, sex milljónir króna, hlutu Gigtarfélag Íslands til forvarna, stuðnings og fræðslu, Rauði krossinn á Íslandi fyrir „Frú Ragnheiði – Skaðaminnkun“ SÍBS til forvarna, fræðslu og ráðgjafar og Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga til stuðnings og fræðslu.

Meðfylgjandi er yfirlit um styrkina og svipmyndir frá afhendingu þeirra sem fór fram á Hótel Natura síðastliðinn föstudag.

  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 1
  • Heilbrigðisráðherra veitir styrki til félagasamtaka sem vinna að heilbrigðismálum - mynd
  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 3
  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 4
  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 5
  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 6
  • Heilbrigðisráðherra veitir styrki til félagasamtaka sem vinna að heilbrigðismálum - mynd
  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 8
  • Heilbrigðisráðherra veitir styrki til félagasamtaka sem vinna að heilbrigðismálum - mynd
  • Heilbrigðisráðherra veitir styrki til félagasamtaka sem vinna að heilbrigðismálum - mynd
  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 11
  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 12
  • Heilbrigðisráðherra veitir styrki til félagasamtaka sem vinna að heilbrigðismálum - mynd
  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 14
  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 15
  • Úthlutun 77 milljóna króna til verkefna á sviði heilbrigðismála - mynd úr myndasafni númer 16

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum