Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2007 Innviðaráðuneytið

Brýr að baki ? ný bók um brýr í 1100 ár

Komin er út bókin Brýr að baki, fjórða bindið í ritröð Verkfræðingafélags Íslands sem mun enda á 10. bindinu árið 2012 með því að fjalla um 100 ára sögu félagsins. Brýr að baki fjallar um brýr á Íslandi í 1100 ár og er höfundur hennar Sveinn Þórðarson sagnfræðingur.

Samgonguradherra_afhent_bokin_Bryr_ad_baki.
Samgönguráðherra afhent fyrsta eintak bókarinnar Brýr að baki.

Fulltrúar Verkfræðingafélagsins afhentu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra fyrsta eintak bókarinnar í gær. Bókin er samstarfsverkefni félagsins og Vegagerðarinnar og kemur fram í formála bókarinnar að brýr séu í alþjóðlegu samhengi meðal eftirtektarverðustu mannvirkja og oft hrein meistarastykki. Bókin er um 400 blaðsíður með um 320 myndir.

Á myndinni eru frá vinstri Sveinn Þórðarson sagnfræðingur, Einar Hafliðason, formaður ritnefndar, Steinar Friðgeirsson, formaður Verkfræðingafélagsins, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum