Hoppa yfir valmynd
27. september 2005 Utanríkisráðuneytið

Nýir sendiherrar í utanríkisþjónustunni

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________

Nr. 029

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, hefur í dag skipað Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra frá og með 1. júní 2006 að telja. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í S-Afríku.

Þá hefur utanríkisráðherra í dag skipað Kristján Andra Stefánsson sendiherra frá 1. október 2005 að telja. Kristján Andri tekur við sem stjórnarmaður í Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, frá 1. nóvember 2005.

Utanríkisráðuneytið

Reykjavík, 27. september 2005.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum